STÆRÐ HAGLASKOTA

Á haglabyssum, líkt og á rifflum, er merking þrykkt í hlaup þeirra, á annarri hvorri hlið hlaupsins. Þessi merking sýnir hlaupvídd (gauge) og lengd skothylkis sem öruggt er að nota í byssuna.

Samsvarandi upplýsingar er einnig að finna á skotapökkum.

Haglaskot koma í lengdum merktum í tommum, 2 3/4 tomma, 3 tommur og 3,5 tommur.

Hér kemur animation um afleiðingar af notkun rangrar stærðar

Sverleiki hlaups haglabyssu er mældur í gauge, en ekki kaliber. Nánar er fjallað um gauge í næsta kafla.

SKOTGEYMIR


Í fjölskota haglabyssu er pláss fyrir 4 skot í skotgeymi frá framleiðanda, í langflestum gerðum skotvopna. Á Íslandi er óleyfilegt að nota vopn sem tekur fleiri skot í skotgeymi en 2. Byssan, fullhlaðin er því í raun þriggja skota, eitt skot í hlaupi og tvö sem bíða í geymi.

Einhleypur eða tvíhleypur eru eðli máls samkvæmt ekki með skotgeymi.

Til að uppfylla þessa lagaskyldu er í skotgeymi komið fyrir pinna, sem tekur í raun upp það pláss sem 2 skot taka, þannig að ekki er pláss fyrir fleiri.

Þessi pinni er yfirleitt úr plasti eða timbri, og er settur í skotgeymi, án þess að hindra flæði skota úr skotgeyminum.

Það er óheimilt að fjarlægja þennan pinna úr vopninu.

HLAUPIÐ

Hlaup haglabyssu er slétt að innan, andstætt riffluðu hlaupi riffils. Munurinn er fyrst og fremst í nákvæmni á lengri vegalengdum. Haglabyssa er hentug til veiða á styttri færum, meðan riffillinn hentar betur þegar færið lengist.