SEX SKREF AÐ HREINU SKOTVOPNI

Festu hreinsibursta sömu stæraðar og kaliber skotvopnsins er á hreinsistöngina. Helltu smá af hreinsivökva í lítið ílát eða tappa og dýfðu burstanum ofan í. Ekki dýfa burstanum beint ofan í hreinsivökvann, þá getur þú mengað vökvann og minnkað virkni efnisins.

Ýttu burstanum niður allt hlaupið og nokkrum sinnum og snúðu upp á.

Skrúfaðu burstann af og notaðu núna endann með gatinu. Þræddu hreint snifsi í gegn um gatið nokkrum sinnum. Horfðu gegn um hlaupið og ef þú sérð einhver meiri óhreinindi notaðu þá nýtt snifsi til að þrífa afganginn.

Taktu nýtt snifsi og vættu það í olíu og renndu því nokkrum sinnum í gegn um hlaupið. Þetta varnar því að hlaupið ryðgi að innan. Hlaupið ætti núna að vera tandurhreint!

Notaðu koparbursta til að þrífa lásinn, taktu hann úr og renndu vel yfir hann allan. Fægðu með klút og berðu á hann smá olíu.

Fægðu allt ytra byrði skotvopnsins með klút með örlítili olíu í.