LEYFÐ SKOTVOPN

•Flokkur A: 

Í A-flokk skotvopna falla minni rifflar og handhlaðnar haglabyssur. Ráðherra skal setja í reglugerð ákvæði um hvaða skotvopn falla þar undir.

–1. Haglabyssum nr. 12 og minni, þó eigi sjálfvirkum eða hálfsjálfvirkum.

–2. Rifflum kal. 22 (long rifle og minni), þ.m.t. loftrifflum, þó eigi sjálfvirkum eða hálfsjálfvirkum.

FLOKKUR A

•Flokkur B:

Í B-flokk skotvopna falla stærri rifflar og hálfsjálfvirkar haglabyssur. Ráðherra skal setja í reglugerð ákvæði um hvaða skotvopn falla hér undir.

–Leyfi fyrir rifflum með hlaupvídd allt að cal. 32 (8mm) og hálfsjálfvirkum haglabyssum skal ekki veitt nema sérstakar ástæður mæli með því, enda hafi umsækjandi haft skotvopnaleyfi í a.m.k. eitt ár. Lögreglustjóri getur veitt undanþágu ef rikar ástæður mæla með að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. 

–B-flokkur í  1 ár, ekki nauðsynlegt að hafa verið með skráð á sig vopn þann tíma. 

FLOKKUR B

•Flokkur C:

Í C-flokk skotvopna falla loftskammbyssur. Ráðherra skal setja í reglugerð ákvæði um hvaða skotvopn falla þar undir.

–Einstaklingur sem er með skotvopnaréttindi C hefur heimild til að nota skotvopn sem falla í C-flokk til íþróttaiðkunar.

FLOKKUR C

• Flokkur D:

Í D-flokk skotvopna falla íþróttaskammbyssur og íþróttarifflar. Ráðherra skal setja í reglugerð ákvæði um hvaða skotvopn falla hér undir.

Lögreglustjóra er heimilt að veita einstaklingi skotvopnaréttindi D sem er með og hefur haft skotvopnaréttindi C í tvö ár þar á undan og hefur verið virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi. Ráðherra er heimilt að setja skilyrði um námskeið og próf sem viðkomandi þarf að hafa lokið.
Einstaklingur sem er með skotvopnaréttindi D hefur heimild til að nota skotvopn sem falla í D-flokk til íþróttaiðkunar.

FLOKKUR D

• Flokkur S:

FLOKKUR S

Í S-flokk falla skotvopn sem flutt hafa verið inn til landsins á grundvelli undanþágu sökum ótvíræðs söfnunargildis þeirra vegna aldurs eða tengsla við sögu landsins og vopn sem teljast safnvopn af öðrum sérstökum ástæðum.

Lögreglustjóra er heimilt að veita einstaklingi skotvopnaréttindi S sem er með og hefur haft skotvopnaréttindi B í a.m.k. tíu ár þar á undan. Ráðherra er heimilt að setja skilyrði um námskeið og próf sem viðkomandi þarf að hafa lokið.

Lögreglustjóra er heimilt að veita einstaklingi með skotvopnaréttindi S leyfi til að eiga vopn í S-flokki til söfnunar.

Heimilt er samkvæmt leyfi lögreglustjóra að nota slíkt safnvopn tímabundið á ákveðnum svæðum samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur.

•Innflutningur og framleiðsla á eftirlíkingum vopna er bannaður, enda sé ástæða til að ætla að erfitt sé að greina þær frá fyrirmyndinni.

•Óheimilt er að flytja til landsins, framleiða eða eiga sérstaklega hættulegar tegundir vopna, eða hluta þeirra, sem eingöngu eruætluð til nota í hernaði, svo og slík skotfæri, skotelda og sprengiefni.

BÖNNUÐ SKOTVOPN