DREIFING HAGLASKOTA

Dreifing haglaskota er mjög mikilvæg því mismunandi er eftir hleðslu og þrengingu hvernig dreifingin er. Þú ættir alltaf að prófa að skjóta á skotmark á svona 25-30 metrum til að fá tilfinningu hvernig skotvopnið þitt dreifir úr höglunum. Skjóta á pappakassa eða pappaspjald.
En ef þú skýtur á umferðarmerki þá ertu fáviti sem kemur óorði á alla skotveiðimenn, ekki vera fáviti. Skjóttu á pappa.
Og mundu að skjóta aldrei á gæsir eða endur yfir 30 metrum því þá aukast líkurnar á því að særa fuglinn.