SLÖGG

Slögg eru í raun eins og riffilkúlur, eitt skot fyrir vídd haglabyssuhlaups. Slögg eru notuð þegar veiða á stærri bráð með haglabyssu.

Til að auka nákvæmni haglabyssu þegar veiða á með slöggi, getur verið kostur að eiga rifflað hlaup á byssuna, eða rifflaða þrengingu. Rifflaðar þrengingar hafa náð talsverðum vinsældum síðustu árin og gefa góðan árangur í að fella bráð á skynsamlegum færum.

Hjúpað slögg er hannað til að vera skotið úr haglabyssu með riffluðu hlaupi, eða rifflaðri þrengingu. Hjúpað slögg dregur nafn sitt af því að kúlan sjálf er hjúpuð plasti sem svo er sett inn í skothylkið. Við skot, yfirgefur kúlan skothylkið, inni í plasthjúpnum, sem framkallar snúning í riffluðu hlaupinu. Þegar þessi samsetning yfirgefur hlaupið skiljast þau að, plastið og kúlan, sem heldur áfram snúningi sínum í átt að skotmarki. Þessi gerð skotfæra í haglabyssur er mjög nákvæm og skilar miklum slagkrafti hentugt á flesta stærra bráð á allt að 130 metrum.

Rifflað slögg, sem stundum er kalla Foster slögg, eftir Karl Foster sem fyrstur framleiddi slíkt skot, er notað til veiði á styttri vegalengdum. Holur afturendi kúlunnar færir þyngdarpunkt hennar fram, sem skilar sér í jafnara flugi allt að 70 metrum. Flestar gerðir eru með litla ugga á afturhlutanum.

Veiði með slögg er í flestum löndum skilyrði þegar veiðin á sér stað við þéttbýl svæði eða híbýli manna í dreifbýli. Á slíkum stöðum væri það ekki öruggt að hleypa af miðkveiktum riffilskotum, sem geta ferðast allt að 4-5 kílómetra ef ekkert verður í vegi þeirra.

Þessi skýringarmynd sýnir hve langt slögg úr haglabyssu geta flogið.