ÞRENGINGAR

Þrenging, (e. choke) leitast við að halda betur utan um haglavöndulinn og stýra dreifingu hans þegar hann fer fram úr hlaupinu. Eldri gerðir af haglabyssum eru ekki með skiptanlegar þrengingar, heldur er hlaupið steypt í ákveðið mót. Skiptanlegar þrengingar veita veiðimanni þann möguleika að nota sömu haglabyssu við mismunandi aðstæður, eða við mismunandi bráð eða æfingar. Leiðbeiningar um hvernig á að skipta um þrengingu í þínu vopni er að vinna frá framleiðanda þess. Yfirleitt eru þær þó skrúfaðar með sérstöku verkfæri, í sæti fremst í hlaupinu.

Dýpt hagladreifinnar er form hennar á leið að skotmarki, séð á hlið. Ýmindaðu þér að þú gætir tekið mynd af hagladreifinni um leið og hún yfirgefur hlaupið, þannig að myndin sýni fremsta hagl að því aftasta. Þegar höglin yfirgefa hlaupið hefur andrúmsloftið strax áhrif á dreifingu þeirra, bæði til hliðar, og hraða þeirra. Því víðari sem dreifin er, því minni slagkraftur er í henni og því ólíklegri til að fella bráð á lengri vegalengdum. Víðari dreif hentar þó betur á styttri færum. Með notkun á þrengingum getur þú stjórnað þessari dreif út frá þeim aðstæðum sem þú ert að veiða við.

Full þrenging

Þetta er þrengsta þrengingin, og skilar þéttastri dreif hagla. Hér haldast höglin þétt saman yfir lengri vegalengdir. Því hentar þessi þrenging betur fyrir skot á lengri færum, í kringum 40 metra eða yfir.

Modified þrenging

Aðeins víðari þrenging ef full og hentar best til að nota á milli vegalengdir, eða milli 30 og 40 metra.

Improved Cylinder þrenging

Þessi þrenging er lítið að stýra dreifinni og hentar best fyrir færi milli 20 og 30 metra.

Aðrar gerðir:

Til eru ýmsar gerðir þrenginga á milli þessara sem hér eru taldar upp, og bæði þrengri og víðari.

Hér er hægt að lesa sér til um þrengingar.