UMSÓKNIR OG LEYFI

•Eyðublöð á logreglan.is og island.is

–Umsóknareyðublöð

–Kaupaheimild sem lögreglustjóri gefur út.

–Tilgreina þarf nákvæmlega hvaða skotvopn ætlunin er að kaupa og af hverjum.

–Sjá nánar 30. og 31. gr.

UMSÓKN UM SKOTVOPNALEYFI

•VI. kafli reglugerðar

–Lögreglustjóri þar sem umsækjandi á lögheimili veitir leyfin, ef félag þar sem það er skráð og stofnun þar sem starfstöð er skv. 5. og 4. mgr. (10 ár).

–Skilyrði auk hæfisskilyrða eru próf skv. 27. gr.

–Ekki þarf að taka próf til að fá B-réttindi.

LÁNSHEIMILIDIR

Rafrænar umsóknir um lánsheimildir skotvopna eru nú komnar inn á island.is en eigandi þess skotvopns sem á að lána sendir inn umsóknina, sem gildir þar til annar hvor aðilinn óskar niðurfellingar hennar. Líkt og staðan er í dag er slíkrar niðurfellingar óskað með tölvupósti til leyfi@lrh.is, en skotvopnakerfið er enn í mótun og í framtíðinni verður þessi niðurfelling sömuleiðis rafræn. Ekki er tekið gjald fyrir þessar umsóknir.

Líkt og margir hafa tekið eftir færðust lánsheimildir úr gamla skotvopnakerfinu EKKI yfir í nýtt kerfi og þannig hafa lánsbyssur „dottið út“ úr skotvopnaskírteinum lánþega, sem er bagalegt – vopnið er engu að síður enn skráð „í láni“ hjá lánþega í skotvopnaskrá. Þegar umsókn um rafræna lánsheimild er samþykkt birtist lánsvopnið hins vegar í rafrænu skotvopnaskírteini lánþega en er eftir sem áður einnig sýnilegt í skírteini eiganda. Þannig er nú hægt að „uppfæra“ gamlar lánsheimildir og koma vopnunum þannig í rafræna skírteinið hjá lánþega. Þetta er þó ekki nauðsynlegt, þar sem hin gamalkunna og þrautreynda „pappírsleið“ er enn heimil þeim lánþegum sem hana kjósa.

Ef þú lánar byssu í einhverja mánuði en ætlar svo allt í einu að skreppa með hana eina helgi á rjúpu á lánstíma þá er það óleyfilegt í ströngustu túlkun núverandi laga. Hinsvegar getur túlkunin verið mismunandi milli lögregluembætta þannig að kannaðu það hjá þínu umdæmi hvernig tekið er á því.

Það eru ný vopnalög fyrir þinginu sem eiga meðal annars að draga úr svona túlkunaratriðum og samræma verklag milli embætta.