SAMANTEKT KAFLANS

Að loknum þessum kafla skilur þú muninn á mismunandi skotfærum til notkunar í rifflum og haglabyssum, og hvernig á að nota þau á öruggan hátt. Hér eru mikilvægustu hlutar kaflans til upprifjunar.

Þú þekkir hina fjóra hluta riffilskots, kúlu, patrónu, púður og hvellhettu.


Staðsetning hvellhettu er helsti munur á miðkveiktum og randkveiktum skotum. Miðkveikt skot hafa hvellhettunna, eins og nafnið gefur til kynna, í miðjum botni patrónu, á meðan randkveikt skot hafa hvellhettu á jaðri botns patrónu.Randkveikt skot eru smærri kaliber.


Það eru fjögur þrep í hvernig skoti er hleypt af. Þú ættir að þekkja þau í telja þau upp í réttri röð.


Þú finnur merkingar á hlið riffilhlaups sem segir til um hlaupstærð eða kaliber riffilsins. Vertu viss um að nota aðeins rétta stærð skota fyrir það skotvopn sem þú ætlar að nota til að forðast alvarleg meiðsli og eða tjón á vopninu.


Riffluð hlaup hafa eins og nafnið gefur til kynna riffluð snúin lönd og raufar, sem snúa kúlunni á leið sinni fram hlaupið, sem þar með eykur nákvæmni hennar. Hlaupvídd vopns eða kaliber, er ákvarðað af fjarlægð milli andstæðra landa innan í hlaupinu.


Haglaskot er sett saman af fimm einingum. Skotylki, höglum, forhlaði, púðri og hvellhettu. Vertu viss um að þekkja allar þessar einingar.


Ólíkt rifflum, hafa haglabyssur slétt innra byrði hlaups, það er, engar rifflur eru í hlaupinu.


Hlaupvídd haglabyssa er mæld í gauges. Gauge er skilgreining á hve margar blýkúlur hægt er að steypa úr einu pundi af blýi, sem passa hlaupstærðinni. Því hærri sem talan er, því minni er hlaupvíddin.


Hlaup haglabyssa eru merkt á annari hvorri hliðinni með hlaupvídd (gauge) og lengd haglaskota sem hlaupið getur skotið á öruggan hátt. Vertu viss um að nota rétta stærð til að forðast alvarleg meiðsli eða tjón á vopninu.


Þrengingar stýra dreif hagla þegar þau yfirgefa hlaupið. Því lengra sem færið er, því þrengri þrengingu þarft þú að nota. Þekktu þær gerðir af þrengingum sem eru fáanlegar fyrir þitt vopn og hvernig þú átt á að velja á milli þeirra, með hliðsjón af þeim færum sem þú ætlar að veiða á.


Slögg eru helst notuð í kringum byggð, og byggð í dreifbýli þar sem þau fljúga ekki eins langt og kraftmikil riffilskot. Til að auka nákvæmni slöggs, er mælt með að nota rifflað hlaup á haglabyssuna, eða rifflaða þrengingu.