BLÝ OG PLAST Í SKOTFÆRUM

Mikið hefur verið fjallað undanfarið um plastmengun í náttúrunni og þá sérstaklega hvernig plastið brotnar upp í plastagnir, örplast sem dreifist síðan inn í lífverur. Plastið sem notað er í forhlöð haglaskota er sérstaklega slæmt hvað þetta varðar. Það er líka erfiðara að tína upp forhlöðin og þau vilja verða eftir í náttúrunni. Sem betur fer hafa framleiðendur hafið framleiðslu á haglaskotum sem eru með lífræn forhlöð sem brotna eðlilega niður í náttúrunni og valda ekki mengun. Sumir framleiðendur hafa gengið svo langt að að framleiða allt haglaskotið úr lífrænum massa sem verður að jarðveg á einum til tveimur árum, t.d. BioAmmo.

Blýið er líka á útleið, búið er að banna það á votlendissvæðum í Evrópu og á Íslandi og nokkrar þjóðir hafa bannað það alveg t.d. Danmörk. Efnastofnun Evrópu ,ECHA, vinnur nú að tillögum um að banna allt blý í blýsökkum og skotfærum. Það eina sem tekist er á um hversu langan útfösunarfrest eigi að hafa á banninu og hvort olympísk skotfimi verði undanskilinn.

Það er því ljóst að veiðimenn þurfa að fara að æfa sig með öðrum skotum en blýskotum, framtíðin liggur þar.