HAGLASKOT

Haglaskot eru miðkveikt.

  1. Skothylki
  2. Högl
  3. Forhlað
  4. Púður
  5. Hvellhetta

Slug

  1. Skothylki
  2. Slug (kúla)
  3. Forhlað
  4. Púður
  5. Hvellhetta

Haglaskot eru skilgreind sem miðkveikt (centerfire). Hvellhettan í haglaskoti er í miðjum botni skothylkisins.

Þetta eru hlutar haglaskota:

1. Skothylki

Skothylkið er yfirleitt plast sívalingur sem heldur öllum hlutum haglaskotsins saman. Þó nokkrar stærðir eru til, og fjölmargir litir.

2. Högl eða slug (slögg/kúla)

Flest haglaskot eru hlaðin mörgum litlum blý eða stál kúlum sem eru köllðu högl. Fleiri málmtegundir eru fáanlegar eins og Bismuth og Tungsten, meðan blý hefur verið vinsælast. Blý er þó á útleið víðast hvar og framleiðendur eru að þróa nýjar málmblöndur sem líkja eftir hegðun blýhagla.

Notkun er helst við fuglaveiðar og skotfimi.

Slug (slög/kúla) er helst notað við veiði stærri bráðar. Notkun þessarar gerðar haglaskota við veiðar á Íslandi er ekki mikil.

3. Forhlað

Á milli púðurs og hagla er forhlaðið. Forhlaðið heldur utan um höglin á leið þeirra fram hlaupið og tryggja að þrýstingurinn frá brennandi púðrinu fer allur í að auka hraða haglanna. Forhlaðið er yfirleitt úr plasti, þó fram séu að koma forhlöð úr efnum sem brotna niður í náttúrunni á stuttum tíma.

4. Púður

Orkumikið eldsneyti í réttu magni (hleðsla) sem þegar kveikt er í því, myndar mikinn gasþrýsting í skothylkinu. Þessi mikli þrýstingur ýtir höglunum vörðum forhlaðinu, út úr skothylkinu og fram hlaupið og út um hlaupendann.

5. Hvellhetta

Sprenginæmt efni sem kveikir í púðurhleðslunni.