VIRKNI HAGLASKOTA

Haglabyssa, ólíkt riffli, er með slétt hlaup að innan, það er engar rifflur. Þegar haglaskoti er hleypt af, ferðast öll höglin fram þetta slétta rör í átt að skotmarkinu. Lögun haglanna ræður miklu um flug þeirra. Forhlaðið hefur meðal annars það hlutverk að verja höglin á leið fram hlaupið, svo þau missi ekki of mikið lögun.

Hér koma skýringarmyndir af virkni haglaskots í skotlás.