HLAUPVÍDD HAGLABYSSU

Hlaupvídd haglabyssu er mælt í gauges, en ekki kalíberum.

Hugtakið gauge, sem ekkert íslenskt orð er til yfir, á uppruna sinn í hve margar blýkúlur hægt var að steypa úr einu pundi af blýi, í þeirri stærð sem óskað var. Þannig er algengasta stærð haglabyssu, 12 gauge, mæld á þann hátt að eitt pund af blýi dugði til að steypa 12 blýkúlur í þessari stærð.

Það sama á við um 20 gauge, og svo koll af kolli.

Hér kemur skýringarmynd

Undantekningin er 410, eða .410 sem í raun er kalíber.

Því lægri tala er fyrir framan eininguna gauge, því víðara er hlaupið.

Helstu stærðir haglahlaupa eru 10 gauge, 12 gauge, 16 gauge, 20 gauge og 28 gauge.

12 er lang algengasta hlaupvíddin á Íslandi, þó 20 sé nokkuð vinsæl, sérstaklega meðal rjúpnaskyttna. Aðrar stærðir eru ekki algengar, og til að mynda er fátítt að 10 gauge sé notað.