KALIBER

Upphleypti hluta hlaupsins er kallaður land, meðan sá úrtekni kallast rauf. Kaliber er mælieining á sverleika hlaupsins, milli andstæðra landa. Á skýringarmyndini sem hér má sjá er fjarlægðin milli landa 243 af þúsundasta hluta úr tomma, þannig að þetta er .243 kaliber.

Með þessa vitneskju getum við verið viss um að kaupa rétta stærð skota í skotvopn.

Kúlur ferðast langt!

Það er ekki nóg að hafa hreina leið að skotmarki sínu. Við þurfum að ganga úr skugga um að ekkert sé fyrir aftan skotmarkið sem kúlan gæti farið í, fari hún í gegn um skotmarkið, eða við missum marks.

Riffilkúla getur ferðast nokkra kílómetra áður en hún hefur misst flughæfileikann og afl.

Setja inn skýringarmynd af hversu langt mismunandi kaliber ferðast.

Hér eru nokkur dæmi um vinsæl kaliber og hverstu langt þau fljúga.

.22 – Þessi randkveikta kúla getur flogið yfir einn og hálfan kílómetra. 

30-30 – Þessi miðkveikta kúla getur flogið nærri 3 kílómetra. 

6.5 x 55 sem er vinsælt kaliber á hreindýraveiðum getur flogið allt að 4 kílómetra.

30-06 – Þessi miðkveikta kúla getur flogið nærri 5 kílómetra

Innan hvers kalibers er svo hægt að fá ótal mismunandi gerðir kúlna, bæði að lögun og þyngd, eftir fyrirhugaðri notkun. Beint samband er milli þyngdar og hraða kúlu og þess slagkrafts sem hún býr yfir. Því þyngri og þeim mun hraðar sem hún fer, þeim mun meiri slagkraftur.

Viss hlutföll milli þyngdar, breiddar (kalibers) og lengdar eru betri en önnur og hér gildir að fá kúluna til að halda beinu flugi sem lengs og þar með slagkrafti sínum.