SKOTHYLKI

Miðkveikt (Centerfire) og randkveikt (rimfire) skothylki.

Munur milli miðkveiktra og randkveiktra skothylkja er staðsetning hvellhettunnar. Skothylkið samanstendur af eftirfarandi hlutum:

  1. Kúla. Rifflar og skambyssur skjóta einni kúlu út um hlaupið. Kúlan situr efst í patrónunni og ferðast út um hlaupið. Kúlur hafa hingað til yfirleitt verið úr blýi, en miklar breytingar eru framundan á málmgerð kúlna. Sumar kúlur eru húðaðar kopar. Algengustu kúlur til veiða eru pointed soft point, rounded soft point, hollow point og polymer tip.
  2. Patróna. Málmhylki sem heldur öllum hlutum skots saman. Yfirleitt gert úr kopar, áli eða stáli.
  3. Púður. Orkumikið eldsneyti í réttu magni (hleðslu) sem, þegar kveikt er í því, myndar mikinn þrýsting í patrónunni sem svo þrýstir kúlunni úr sæti sínu í patrónunni og fram hlaupið á miklum hraða og út um hlaupendann (e. muzzle).
  4. Hvellhetta. Sprengifimt efni sem kveikir í púðrinu þegar hleypt er af.