VEIÐISLYS OG ORSÖK ÞEIRRA

Hér fyrir neðan er upptalning á helstu orsökum veiðislysa.

  • Gæta ekki að því sem er fyrir aftan bráðina.
  • Vera með fingur á gikk áður en þú ert tilbúin að skjóta.
  • Halda að vopnið sé óhlaðið og meðhöndla það óvarlega.
  • Detta eða hrasa með hlaðið vopn.
  • Halda að vopnið sé óhlaðið þegar farið er yfir girðingu.
  • Hoppa yfir torfæru eða læk.
  • Flytja hlaðið vopn á vélknúnu farartæki.
  • Sveifla hlaupinu útfyrir öryggisvæði þitt og inná öryggisvæði veiðifélagans.

Þegar þú veiðir með öðrum þá er alltaf hætta á slysaskotum.
Snúðu beint fram og settu hendur þínar út í 45 gráður. Svæðið sem þú sérð núna fyrir framan þig á milli handleggja er þitt veiðisvæði.
Ef þú ferð með hlaupið úfyrir þetta svæði eru líkur á slysaskoti.