LANDRÉTTUR – hvar má veiða?

•Stuttlega hlaupið yfir helstu lög og reglur sem um þetta gilda.

•Megin réttarheimildin, lög nr. 64/1994 “Villidýralög”.

•Gilda um veiðar á öllum fuglum og villtum spendýrum, nema selum og hvölum.

Villt dýr: allir fuglar og spendýr, önnur en selir, hvalir, gæludýr og bústofn. Dýr, sem er handsamað og haft í haldi, telst villt dýr.

HVAR MÁ VEIÐA?

•Öll dýr friðuð nema minkur, rottur, mýs innanhúss og ísbirnir í árásarhug.

•Heimilt að aflétta friðun með reglugerðum.

•Rammalög => nánar útfærð í reglugerðum = veiðitími getur því verið breytilegur.

•Veiðikort skilyrði nema fyrir sel, hval og mink.

•Einkaréttur landeigenda til veiða á eignarlandi.Almannaréttur til veiða á eigandalausum svæðum.

MEGINREGLUR VILLIDÝRALAGANNA

• 17. gr.  Villidýralaganna sem fjallar um veiðitíma fugla.

Umhverfisráðherra getur í reglugerð, að fengnum tillögum [Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands], aflétt friðun eftirtalinna fuglategunda innan þeirra tímamarka er hér segir, sbr. 7. gr.: 

   1. Allt árið: svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, hrafn.
   2. Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs, heiðagæs.
   3. Frá 1. september til 31. mars: fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla, blesgæs, helsingi, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita, skúmur, kjói. Ætíð er heimilt að skjóta kjóa nærri æðarvarpi.
   4. Frá 1. september til 10. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.
   5. Frá 15. október til 22. desember: rjúpa.

8. gr. reglugerðar 546/1994 um fuglaveiðar.

•Frá 1. september til 15. mars: Fýll, dílaskarfur, toppskarfur, blesgæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita.
•Frá 1. september til 15. mars: Helsingi, nema í Austur-Skaftafellssýslu en þar er friðun helsingja aflétt frá 25. september til 15. mars.

RAMMALÖG?

716/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar
og nýtingu hlunninda af villtum fuglum með síðari breytingum.


1. gr.

Töluliður nr. 5 í 2. mgr. 8. gr. fellur niður.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 26. september 2003.


Siv Friðleifsdóttir.

Sigríður Auður Arnardóttir.

BREYTILEGAR VEIÐIHEIMILDIR

•Villt dýr og selir eru eigendalaus verðmæti eða náttúrugæði, þ.m.t. hreindýr.

•Eignarréttur að bráð stofnast með töku.

•“Eigandi” veiðiréttar á því ekki dýrin á eða yfir landinu heldur réttinn til að veiða þau.

EIGENDALAUS VERÐMÆTI

Veiði: Sá verknaður sem fólginn er í að drepa eða handsama villt dýr.

Veiðiréttur: Hugtakið hefur tvíþætta merkingu. –Annars vegar merkir það réttarreglur sem gilda um veiðar. –Hins vegar merkir það hið sama og orðið réttindi, þ.e. rétt ákveðins aðila til töku villtra dýra á tilteknu svæði/svæðum með því að handsama þau, drepa eða tína (egg og fugla), innan þeirra marka sem rétti þessi eru sett í lögum.

Einkaveiðiréttur: Einkaréttur ákveðins aðila til að ráða yfir veiðirétti á tilteknu svæði, innan þeirra marka, sem rétti þessum eru sett í lögum og af takmörkuðum réttindum annarra aðila, sem stofnað hefur verið til yfir rétti þessum.

Almannaveiðiréttur: Lögvarðar heimildir almennings til að stunda veiðar, með þeim takmörkunum sem rétti þessum eru sett í lögum.

Beinn eignarréttur: Fullkominn eignarréttur þ.e. eigandi hefur heimild til hvers konar umráða yfir hlut s.s. getur selt hann, leigt, hent eða gert við hann hvað eina innan marka laga.

Óbeinn eignarréttur: Viss afnota- eða ráðstöfunarréttur s.s. eins og leigusamningur, en hann felur í sér vissan afnotarétt og ráðstöfunarrétt fyrir leigjanda. Leigjandinn á t.d. óbeinan eignarrétt í íbúð en leigusalinn (eigandinn) á hana beinum eignarrétti.

Netlög: hafsvæði 115 m út frá stórstraumsfjörumáli landareignar (eignarlands) eða 115 m út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að. Netlög fylgja einnig eyjum, hólmum og skerjum í sjó og stöðu-vötnum.

LYKILHUGTÖK

Flokkun lands eftir notkun og eignarhaldi:

Eignarland/Landareign: jörð eða annað landsvæ ði sem er háð beinum eignarrétti einstaklings eða lögaðila, þar með talið sveitarfélags eða ríkis s.s. jarðir, lögbýli, heimalönd jarða og afréttir.

Afréttur: Land ofan byggðar sem að staðaldri hefur verið nýtt sem sumarbeitiland fyrir búfé.

Almenningur: Svæ ði sem enginn aðili á bein eignarréttindi yfir s.s. auðnir og jöklar í óbyggðum og hafsvæ ðið utan netlaga.

Þjóðlenda: Landsvæ ði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar einhver takmörkuð eignarréttindi.

•“Landeigendum einum eru heimilar dýraveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra á landareign sinni nema lög mæli öðruvísi fyrir.“ 2.mgr. 8. gr.

••Gildir líka um land ríkis, sveitarfélaga og eyðibýli.

••ATH. 10. gr. um skyldu til að elta særða bráð.

EINKAVEIÐIRÉTTUR

•“Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra, og í efnahagslögsögu Íslands utan netlaga landareigna.
Skulu þeir hafa aflað sér leyfis til þess samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim.” (1. mgr. 8. gr. VFV).

ALMANNAVEIÐIRÉTTUR

Íslenska ríkið eignast eigendalaus svæði

•Fram að gildistöku þjóðlendulaga voru tillandsvæði á Íslandi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandiþessara svæða auk þeirra landsréttinda oghlunninda þar sem aðrir eiga ekki, og þau nefndþjóðlendur. 

Af hverju eru til eigandalaus svæði?
Tveir dómar Hæstaréttar:

•Landmannaafréttur fyrri H. 1955.108–Mótuð sú regla að sumarbeit búfjár skapaði ekki eignarrétt fyrir hefð.

•Landmannaafréttur seinni H. 1981.1584–Ríkið ekki eigandi svæða sem enginn annar getur sannað eignarrétt sinn að.

Staðfest með dómum vegna virkjana framkv. í Blöndu.
•Auðkúluheiði H. 1997.1162–Landsvæði á heiðinni talið eigendalaust þ.e. afréttur utan landareigna lögbýla.

•Eyvindastaðaheiði H. 1997.1183–Landsvæði á heiðinni talið eigendalaust þ.e. afréttur utan landareigna lögbýla.

…og í dómum vegna meintra ólögmætra fuglaveiða.

•Öxafjarðarheiði  H. 1980.1225

•Geitland  H. 1994. 2227

•Hundadalur  H. 1997.2480•Gilsá  H. 29. jan. 1999

•Sandfellshagi  H. 6. maí. 1999

•Í öllum þessum málum voru veiðimenn sakfelldir í héraðsdómi en allir voru þeir svo sýknaðir í Hæstarétti.

Hvar er hægt að ná í upplýsingar um þessi svæði?

•Héraðsnefndum ber að halda skrá yfir afrétti og eignarhald. Ekki fylgt eftir.

•Þinglýsingabækur sýslumanna og landamerkjalýsingar sem þar eru geymdar.

•Dómar um einstök svæði.

•Úrskurðir óbyggðanefndar. 

ÞJÓÐLENDUR

•Þjóðlendulögin sett til að skera úr ágreiningi um eignarhald á landssvæðum ofan byggðar í eitt skipti fyrir öll.

•Megin tilgangur:
–Kasta eignarrétti ríkis á eigendalaus svæði.
–Finna mörk þjóðlenda og eignarlanda.

•Óbyggðanefnd vinnur að þessu verkefni.

ÞJÓÐLENDUR LÖG 58/1998

Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar einhver takmörkuð eignarréttindi.

•Gildir almannaveiðiréttur þar?

•Þjóðlenda verður ekki eignarland/landareign í skilningi“villidýralaganna” þ.e. og verður því land utan landareigna lögbýla.

•Almannaveiðiréttur gildir því á þjóðlendum.

VEIÐIRÉTTUR Í ÞJÓÐLENDUM