YFIR HINDRANIR

Ýmsar hindranir geta orði á vegi þínu á veiðislóð, eða á leið þangað. Mikilvægt er að gæta vel að því hvernig þú meðhöndlar byssu við slíkar hindranir.

Þegar farið er yfir girðingar er best að taka skothylkin úr og leggja byssuna frá þér, áður en farið er yfir. Farðu yfir og taktu byssuna eftir að komið er yfir. Ef tveir eru saman er best að taka skothylkin úr báðum byssum og annar heldur á þeim meðan hin fer yfir, sem tekur svo við byssunum frá þeim sem beið.

Á rjúpnaveiðum getur þurft að fara yfir gil, læki eða aðrar náttúrulegar hindranir, þar sem ekki er hentugt að leggja frá sér byssu. Taktu skot úr hlaupi, settu byssuna yfir öxl með axlarólinni, þannig að ólin liggi skáhallt yfir brjóstkassa. Gættu að því að þú getur beint hlaupinu að veiðifélaga með þessari aðferð. Gættu einnig að því ef ferðast er um brattlendi, að hlaupið getur rekist í brekku fyrir ofan þig og aðskotahlutir, svo sem snjór, komist í það. Þega þú hefur farið yfir hindrunina, athugaðu strax hvort hlaupið sé hreint og án aðskotahluta. Snjó er hægt að blása úr hlaupinu. Einnig er gott að nota samanvöðlað dagblað til að hreinsa hlaup. Margir eru með dagblaðapappír á rjúpnaveiðum til að pakka utan um fellda bráð.