Það er á ábyrgð veiðimanns að hugsa um áhrif veiða sinna á umhverfið. Þar skipta skotfæri miklu máli. Blý högl hafa verið lang algengust og vinsæl meðal veiðimanna, en blý er mengunarvaldur og hefur talsverð áhrif á umhverfið. Það á ekki síst við við veiðar í votlendi, þar sem höglin sökkva til botns í grunnum tjörnum, og geta verið étin af andfuglum. Afleiðingin er blýmengun í mörgum tegundum sem deila búsvæðinu.
Miklar breytingar eru í farvatninu varðandi notkun á blýi við veiðar, og í raun skynsamlegt að huga að því að velja sér skotfæri úr öðrum málmum.
HVAÐ ER Í BOÐI SEM EKKI MENGAR?
Stálhögl eru algengust og nú þegar fáanleg í flestum veiðibúðum. Stál er því eðlilegur valkostur fyrir þau sem stunda skotveiðar, sérstaklega í votlendi. Notkun á stálhöglum kallar hins vegar á að veiðimenn aðlagi sig að annari hegðun skotfæranna. Stálhögl eru léttari en jafnframt harðari en blý. Þessi munur þýðir meðal annars:
Veiðimenn geta gert eftirfarandi til mótvægis.
Aðrir möguleikar en blý eru til dæmis Bismút, tin, tungsten-járn og tungsten polymer blöndur. Líkt og stál, hafa þessir málmar eða málmblöndur sína eigin eiginleika, og því er sterklega mælt með að veiðimenn æfi með þeim skotum sem þeir ætla að nota, áður en haldið er á veiðar. Hér ber þó að hafa í huga að skotsvæði heimila ekki notkun veiðikúlna.
Mikið hefur verið fjallað undanfarið um plastmengun í náttúrunni og þá sérstaklega hvernig plastið brotnar upp í plastagnir, örplast sem dreifist síðan inn í lífverur. Plastið sem notað er í forhlöð haglaskota er sérstaklega slæmt hvað þetta varðar. Það er líka erfiðara að tína upp forhlöðin og þau vilja verða eftir í náttúrunni. Sem betur fer hafa framleiðendur hafið framleiðslu á haglaskotum sem eru með lífræn forhlöð sem brotna eðlilega niður í náttúrunni og valda ekki mengun. Sumir framleiðendur hafa gengið svo langt að að framleiða allt haglaskotið úr lífrænum massa sem verður að jarðveg á einum til tveimur árum, t.d. BioAmmo.
Blýið er líka á útleið, búið er að banna það á votlendissvæðum í Evrópu og á Íslandi og nokkrar þjóðir hafa bannað það alveg t.d. Danmörk. Efnastofnun Evrópu ,ECHA, vinnur nú að tillögum um að banna allt blý í blýsökkum og skotfærum. Það eina sem tekist er á um hversu langan útfösunarfrest eigi að hafa á banninu og hvort olympísk skotfimi verði undanskilinn.
Það er því ljóst að veiðimenn þurfa að fara að æfa sig með öðrum skotum en blýskotum, framtíðin liggur þar.