SKOTSTAÐA MEÐ HAGLABYSSU

Ólíkt því að skjóta af riffli, að jafnaði, þá gildir það um skot með haglabyssu að skytta þarf að bregðast þarf hratt við og vera hreyfanleg til að góður árangur náist.

Góð tækni hjálpar þér að æfa snögg viðbrögð og mjúkar hreyfingar sem hjálpa til við að hitta skotmarkið.

Þú ert yfirleitt að skjóta á skotmark á hreyfingu úr standandi stöðu. Þú verður að geta snúið upp á líkamann yfir nokkuð vítt svið án þess að missa stjórn á hreyfingum þínum. Það kallar á afslappaða stöðu í góðu jafnvægi.

  • Stattu með fætur í sundur, sem nemur axlarbreidd og aðeins bogin hné til að vera í fullkomnu jafnvægi. Fyrir rétthenta er gott að setja vinstri fót aðeins framar þeim hægri og öfugt fyrir örvhenta. Hallaðu efri hluta líkama í sömu átt og þú stígur fram. Staðsetning fóta er mikilvæg. Tær þess fótar sem þú stígur í fram ættu að snúa um 45 gráður í átt að skotmarki. Nýttu tíma til að standa rétt, jafnvel þó skot krefjist snöggra viðbragða. Með æfingu verður þetta ómeðvitað.
  • Með hné örlítið beygð verður auðveldara að snúa líkamanum með bráðinni. Bogið hné á aftari fætir styður vel við hreyfinga í mjöðm og auðveldar þér að snúa þér mjúklega.

Að bera byssuna upp að öxl

Þegar þú lyftir byssunni að öxl ætti skefti hennar að koma upp að kinn fyrst og síðan snerta öxl.

Algeng mistök eru að lækka höfuð og þar með kinn niður að skefti byssunnar í stað þess að lyfta byssunni hærra að kinn og þrýsta henni svo að öxl. Þegar þetta er gert á réttan hátt og þú ert með höfuðið upprétt í eðlilegri stöðu, kemur skefti byssunnar alltaf eins upp að kinn og sest rétt á öxlina á sama stað. Þetta getur þú æft heima, án þess að hleypa af.

Að beina haglabyssu

Bráðin birtist oft án mikils fyrirvara og hreyfist hratt og því hefur þú lítinn tíma til að „miða“ haglabyssu. Haglabyssa er í raun hönnuð til að beina henni, þar sem ráðandi auga horfir eftir hlaupinu.

Miðið er yfirleitt lítil kúla fremst á ofanverðu hlaupinu. Þú þarft að horfa eftir hlaupinu svo það er afar mikilvægt að byssan komi rétt upp að kinn og öxl þannig að þú þurfir ekki að beygja höfuðið.

Þegar þú hefur borið byssuna upp að öxl,ætti skefti hennar að hvíla upp að kinn þinni þannig að ráðandi auga sé í réttri hæð og horfi því beint eftir hlaupinu án þess að þurfa að hreyfa höfuðið. Ef þú nærð ekki þessari stöðu með þinni byssu, gætir þú þurft að leita aðstoðar byssusmiðs til að lengja eða stytta skefti svo byssan falli nánast sjálfkrafa í þessa stöðu.

Að hleypa af

Ólíkt því að skjóta af riffli, er snörp hreyfing á gikk mikilvæg með haglabyssu. Til að hleypa af, taktu ákveðið í gikkinn á meðan þú heldur þétt um byssuna sjálfa og heldur henni þétt að öxl.

Sökum þess að tekið er hratt í gikkinn og venjulega er hreyfing bæði á líkama og byssu, er ekki eins mikilvægt að hafa góða stjórn á öndun og þegar hleypt er af riffli.

Haltu sveiflu byssunnar áfram jafnframt því sem þú tekur í gikkinn. Ef þú hættir sveiflunni þegar tekið er í gikkinn er mjög líklegt að hagladreifin lendi fyrir aftan bráðina.

Hér á eftir verður fjallað nánar um að leiða með haglabyssu.