Eins og fram hefur komið hér að framan er haglabyssu ekki beint miðað, meira beint.
Hagladreyfin sér til þess að höglin smella á skotmarkinu á svæði sem getur verið á stærð við pizzu og nákvæmni því ekki eins mikilvæg.
Hér er þó mikilvægt að haglabyssan passi skyttunni, því hún þarf að falla í skotstöðu hratt og örugglega, þú ert yfirleitt að skjóta á bráð á hreyfingu og hefur ekki mikinn tíma til að miða.
Byssan er borinn upp að öxl í skotstöðu, hún á að falla að öxl skyttu þannig að ráðandi auga horfi eftir hlaupinu og litla kúlan fremst er þá viðmið um hvert hlaupið beinist. Ef þú sérð ekki kúluna, eða sérð ofan á hlaupið, situr byssan ekki rétt og þú skýtur annað hvort yfir eða undir skotmarkið.
Hér á eftir er frekari umfjöllun um að leiða með haglabyssu.