•Leyfisveitandi getur afturkallað leyfi þegar skilyrði er ekki lengur fyrir hendi, ekki farið að fyrirmælum eða ætla má að farið verði óforsvaranlega með.
Leyfi samkvæmt lögum þessum getur lögreglustjóri afturkallað hvenær sem er ef ekki teljast lengur vera fyrir hendi nauðsynleg skilyrði fyrir leyfinu, leyfishafi hefur ekki farið eftir settum fyrirmælum eða ætla má að leyfishafi muni fara óforsvaranlega með efni og tæki sem leyfið tekur til.
•Heimilt að afturkalla til bráðabirgða án fyrirvara ef brýn nauðsyn er.
Lögreglustjóra er heimilt að afturkalla leyfi til bráðabirgða án fyrirvara þegar vafi leikur á að skilyrði fyrir skotvopnaleyfi séu uppfyllt. Slík ákvörðun skal ekki gilda lengur en þrjá mánuði. Ákvörðunin má þó gilda lengur ef mál til endanlegrar afturköllunar hefur verið tekið til meðferðar eða ef mál sem varð til þess að leyfi viðkomandi var afturkallað til bráðabirgða er til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum.
•Húsnæði, framleiðslu, eða vörslum ábótavant getur lögregla lagt hald á vopnin.
VII. kafli – REFSINGAR OG VIÐURLÖG
34. grein laganna
•Brot varðar sektum eða fangelsi allt að 4 árum nema þyngri refsing skv. öðrum lögum. Stórfelld brot eða ítrekuð varða fangelsi allt að 6 árum.
•Tilraun og hlutdeild refsiverð.
•Ólögmæt skotvopn, vörslulaus eða í vörslum manns sem hefur ekki heimild má gera upptæk.
•Heimilt að gera upptækt ef brot er framið.
Refsiákvæði
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð tímabundin ákvæði um innköllun skotvopna, nauðsynlegra íhluta, skotfæra og annarra vopna þar sem einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum, félögum og öðrum er heimilt að skila til lögreglu, þeim að refsilausu, vopnum sem ekki eru skráð í samræmi við lög þessi eða í löglegri vörslu. Jafnframt er ráðherra heimilt að setja í reglugerð tímabundið ákvæði samtímis um skráningu þessara skotvopna í samræmi við lög þessi.