PUMP OR SLIDE ACTION

Bæði til sem riffill og haglabyssa, auðvelt að hlaða.

Vanalega er magasínið rör neðan á skotvopninu.

Skothylki er sett í skotgeymi (magasín) á neðanverðri byssunni, fyrir framan gikkbjörg. Framskefti er þá dregið ákveðið aftur. Ef skot er í hlaupi er því kastað út, og þessi hreyfing færir skot úr skotgeymi inn í færsluhluta byssunnar. Framskeftinu er svo rennt fram ákveðið og þá færist skotið upp í hlaup. Byssan er nú hlaðin og tilbúin til notkunar.