HÁLFSJÁLFVIRK – SEMI AUTOMATIC ACTION

Bæði til sem riffill og haglabyssa. Eftir að hleypt er af kastast tóma skothylkið sjálfkrafa út og hleður nýju skothylki í og hægt er að skjóta aftur um leið. Eftir að skotgeymir er tæmdur er lásinn opinn sjálfkrafa.

Til að opna lásinn verður að draga til baka boltann á lásnum með litlu handfangi sem á honum er. Flestar byssur munu standa opnar er skotgeymir er tómur. Ef að lásinn helst ekki opinn þýðir það að skot hefur farið upp í lásinn og situr þar. Byssan verður því hlaðinn um leið og lásinn hefur lokast.

Einhverjar hálf sjálfvirkar byssur eru þó þannig að lásinn helst ekki opinn þó skotgeymir sé tómur og því verður að halda lásnum opnum til að sjá hvort skot sé í hlaupinu.

Myndband frá Benelli um virkni hálf-sjálfvirkar haglabyssu frá þeim.

Hálf-sjálfvirkar byssur er hálf-sjálfvirkar af þeim sökum að taka þarf í gikkinn fyrir hvert skot. Aðeins er því hægt að skjóta einu skoti í einu, svo þarf að taka aftur í gikkinn. Sjálfvirkar byssur eru búnar þeim eiginleikum að skjóta hverju skotinu á fætur öðru meðan skyttan heldur gikknum inni.

Hálf-sjálfvirkar byssur nota tvenns konar tækni til að skipta út skoti.

Bakslagsskiptar byssur nýta orkuna sem losnar við skot og bakslagið í henni til að hleypa af stað skiptingu.

Gasskiptar byssur nýta orku sem gas sem er hleypt út um lítið gat í hlaupinu til að hleypa af stað skiptingu.