Fjölmörg önnur kaliber hafa verið framleidd í gegnum tíðina en hér hefur verið fjallað um.
Fyrir utan þau fyrrnefndu er líklegast kaliberið 308 Winchester það vinsælasta til veiða og er mikið notað af t.d. lögreglu víða um heim. Ólíkt hinum fyrri er þetta kaliber frekar nýtt af nálinni, eða frá fimmta áratug síðustu aldar, þegar byssuframleiðandinn Winchester sá tækifæri á markaðnum fyrir nýtt kaliber.
Þó að .308 Winchester sé á meðal vinsælustu kalibera meðal skotveiðifólks, kaliber sem er valið fyrir meðalstóra og stóra bráð, hafa komið á markaðinn önnur kaliber sem valda ekki eins miklu bakslagi fyrir skyttuna án þess að fórna hraða kúlu, til að mynda 7mm-08 Remington, .260 Remington og 6.5 Creedmoor.