GRIPLÁS

Griplás, (Lever action) einkennist af sveif í formi gikkbjargar úr málmi, stærsti hlutinn fyrir aftan gikk. Skytta heldur um hluta sveifarinnar og eftir skot þrýstir henni niður og fram til að kasta út tómu skoti. Sveifinni er svo þrýst aftur upp að skefti og færir þá nýtt skot upp í láshúsið ásamt því að spenna gikkinn.

Það getur verið erfitt að átta sig á hvort byssa með þessari tegund láss er hlaðin eða ekki. Til að tæma byssuna er hreyfingin endurtekin ítrekað þar til byssan kastar ekki út fleiri skotum. Skiljið þá byssuna eftir opna, skoðið inn í lásinn hvort hún sé ekki örugglega tóm.

Flestar gerðir byssa með þessum lás hafa hamarinn opinn, þ.e. hann er utanáliggjandi og hægt er að klemma sig illa á honum.

Mikilvægt er að taka gikkfingur af gikk þegar griplás byssa er hlaðin, til að forðast slysaskot.

Er vanalega með styttra hlaup og léttari.

Hentar vel við veiðar í þéttum skóg eða runnum.