Algengasta riffiltegundin og með mikla nákvæmni. Á boltanum er þverstætt handfang sem er snúið upp og boltinn því næst dreginn til baka til að hlaða nýju skothylki í hlaupið. Boltanum er síðan ýtt áfram og handfanginu snúið niður til að læsa. Settu öryggið á og þú getur undirbúið að miða. Hreyfingin er svo endurtekin til að losa notaða skothylkið og hlaða á ný ef þörf er á.
Boltalás er algengastur á rifflum, en til eru haglabyssur sem nýta samskonar lás. Þær eru ekki algengar hér. Drífa, haglabyssan sem Jón Björnsson, fæddur árið 1907, smíðaði á Dalvík í um 120 eintökum, nýtti til að mynda boltalás. Drífu er hægt að sjá á Veiðisafninu á Stokkseyri. Frekari upplýsingar má fá hér á vefsíðu safnsins.