Liggjandi staða – stöðugust því þá er stuðningur við efri hluta líkamans og byssuna. Þægileg staða og góð til að ná tökum á grunnatriðum skotfimi.
Sitjandi staða – næst best, krosslagðir fætur við ökkla og skothöndin hvílir á hnénu. Getur verið erfitt að vera í þessari stöðu lengi því hnén geta farið að skjálfa.
Standandi staða – skotvopnið er ekki með neina undirstöðu og því óstöðugt. Veiðimenn nota tré eða annað til að láta skotvopnið hvíla á til að auka stöðugleika.
Hnéstaða – betri stöðugleiki og skothöndin hvílir á hnénu.