Þegar skotið er á skotmark á hreyfingu er mikilvægt að taka með í reikninginn þrjú lykilatriði.
Ef miðað er beint á skotmark á hreyfingu og hleypt af byssu með skotmark í sigtinu, er skotmarkið farið úr skotlínu þegar högl eða kúla eru komin á þann stað sem skotmarkið var á þegar hleypt var af.
Að leiða þýðir í raun að þú ert að áætla þann stað þar sem skotmark og högl/kúla munu mætast.
Hér er myndband sem sýnir þetta ágætlega.
Í stuttu máli, þú skýtur ekki á þann stað sem bráðin er, heldur á þann stað sem bráðin mun verða þegar skot þitt hefur ferðast þá vegalengd sem á milli ykkar er.
Hvernig á að leiða?
Tvær algengustu aðferðirnar eru:
Að sveifla í gegn reynist flestum byrjendum góð aðferð.
Beindu byssunni að skotmarkinu sem er á hreyfing og færðu byssuhlaupið með því. Síðan eykur þú hraðann á sveiflu byssunar þannig að hlaupið fer fram fyrir skotmarkið og hleypir af. Þú ert þannið að sveifla hlaupinu í gegnum feril skotmarksins og hleypir af á ekkert, fyrir framan skotmarkið. Þegar högl eða kúla hafa ferðast þá vegalengs sem á milli þín og skotmarksins er, er skotmarkið komið lengra á sinni leið og högl eða kúla mæta því. Hversu langt fram fyrir skotmarkið þú sveiflar áður en hleypt er af fer eftir því sem kemur fram hér ofar, hraða skotmarks, fjarlægð frá þér til skotmarks og hraða hagla eða kúlu.
Ekki stöðva hreyfinguna á byssunni þegar þú hleypir af heldur skal halda sveiflunni áfram.
Að halda miði fyrir framan.
Þessi aðferð er aðeins meira krefjandi en sú að sveifla í gegn. Þú verður að áætla hversu langt fyrir framan skotmark þú þarft að leiða og heldur svo þeirri fjarlægð meðan þú sveiflar hlaupinu með skotmarkinu, hleypir af á meðan þú heldur sveiflunni áfram.
Í stuttu máli, ef þú hleypir af byssu sem er kjurr, á hreyfanlegt skotmark, mun skotið missa marks.
Sömu lögmál gilda einnig þegar skotið er á bráð á hreyfingu með riffli.