Í hvaða tilgangi má veita skotvopnaleyfi?
Samkvæmt 2. reglugerðar nr. 787 frá 1998, má veita skotvopnaleyfi í fernum tilgangi:
•Eyðublöð á logreglan.is og island.is
Skilyrði fyrir veitingu skotvopnaleyfis o.fl.
12. grein laga –
Lögreglustjóri veitir skotvopnaleyfi. Skilyrði fyrir veitingu skotvopnaleyfis eru:
a. að hafa náð 20 ára aldri og hafa ekki verið sviptur sjálfræði,
b. að hafa hvorki gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, né hafa gerst brotlegur við ákvæði umferðarlaga um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða annarra lyfja eða ítrekað gerst brotlegur við ákvæði um ölvunarbrot samkvæmt reglum settum á grundvelli laga um lögreglusamþykktir,
c. að hafa nægilega kunnáttu til þess að fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður og að öðru leyti hæfur til þess að fara með skotvopn; við mat á þessu er lögreglu heimilt að líta til brotaferils og háttsemi samkvæmt sakaskrá og málaskrá lögreglu,
d. að hafa staðist námskeið í meðferð og notkun skotvopna.
Lögreglustjóri getur veitt manni búsettum erlendis tímabundið leyfi fyrir skotvopni, enda fullnægi viðkomandi skilyrðum 1. mgr. um skotvopnaleyfi.
Skotvopnaleyfi skal vera rafrænt. Í því skal tilgreina nafn, kennitölu og heimilisfang leyfishafa. Þar skal vera nýleg ljósmynd af leyfishafa. Einnig skal tilgreina nákvæmlega hvers konar skotvopn leyfishafa er heimilt að eiga eða nota samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara. Lögreglustjóra er heimilt að setja sérstök skilyrði fyrir leyfi telji hann þess þörf.
Skotvopnaleyfi skal ekki gefið út til lengri tíma en fimm ára í senn og til skemmri tíma ef ástæða þykir. Við endurnýjun skotvopnaleyfis er lögreglustjóra heimilt að kanna hæfni umsækjanda.
Umsóknareyðublöð
–Kaupaheimild sem lögreglustjóri gefur út.
–Tilgreina þarf nákvæmlega hvaða skotvopn ætlunin er að kaupa og af hverjum.
–Sjá nánar 30. og 31. gr.
•VI. kafli reglugerðar
–Lögreglustjóri þar sem umsækjandi á lögheimili veitir leyfin, ef félag þar sem það er skráð og stofnun þar sem starfstöð er skv. 5. og 4. mgr. (10 ár).
–Skilyrði auk hæfisskilyrða eru próf skv. 27. gr.
–Ekki þarf að taka próf til að fá B-réttindi.
KAUPAHEIMILD
Samkvæmt 19. gr. laganna er eiganda skotvopns er óheimilt að selja, gefa eða afhenda á annan hátt skotvopn til eignar nema viðtakandi sýni fram á að hann hafi leyfi lögreglustjóra til að eiga það eða nota. Samkvæmt 34. gr. gildandi reglugerðar hefur skráður eigandi skotvopns einn heimild til að nota það.
Fallist lögreglustjóri á að veita skotvopnaleyfishafa leyfi til að eignast skotvopn gefur hann út heimild (kaupheimild) til umsækjanda. Í kaupheimild skal nákvæmlega tilgreina hvaða skotvopn umsækjandi megi kaupa og af hverjum. Samkvæmt 30. gr. núgildandi reglugerðar:
Seljanda er óheimilt að selja öðrum skotvopn eða selja önnur skotvopn en greinir í kaupheimild. Seljanda ber að árita þrjú eintök kaupheimildar sem staðfestingu á því að hann hafi selt kaupanda tilgreint skotvopn.
Frumrit kaupheimildar ber kaupanda að senda til lögreglustjóra sem skráir söluna þá þegar í skotvopnaskrá og gefur út skotvopnaleyfi. Selji einstaklingur sem hefur skotvopnaleyfi skotvopn, skal seljandi senda lögreglustjóra skotvopnaleyfi sitt og skal hann eyðileggja það og gefa út nýtt, án sérstaks endurgjalds.
Öðru eintaki kaupheimildar heldur kaupandi og gildir það eintak sem leyfi fyrir tilgreindu skotvopni til bráðabirgða í allt að fjórar vikur frá útgáfu heimildar. Þriðja eintaki heldur seljandi.
Ef kaupandi er verslun sem hefur heimild til að versla með skotvopn skal sótt um kaupheimild til viðkomandi lögreglustjóra með sama hætti og ef um einstakling er að ræða en kaupaheimild skal vera án endurgjalds.
Ákvæðin eiga við þótt eigandaskipti verði á skotvopni með öðrum hætti en sölu t.d. við erfðir eða gjöf. Skotvopni, nauðsynlegum íhlutum og skotfærum sem eru hluti dánarbús skal, samkvæmt 16. gr. laganna, ráðstafað án tafar til aðila sem hefur leyfi til að eiga eða versla með slík vopn. Hið sama á við um varanlega óvirk skotvopn og nauðsynlega íhluti sem og eftirlíkingar skotvopna.
Týnist skotvopn eða sé því stolið skal eigandi þess tilkynna lögreglu um það þegar í stað. Hið sama á við ef skotvopn eyðileggst.
Hver sá sem fer með eða notar skotvopn skal hafa skotvopnaleyfi meðferðis og sýna það þegar lögregla krefst þess. Nú sýnir maður ekki skotvopnaleyfi og getur þá lögregla tekið vopnið í sína vörslu til bráðabirgða þar til viðkomandi leggur fram skilríki fyrir því að hann hafi heimild til þess að nota vopnið.
Afnotaheimild
Þrátt fyrir framangreint er eiganda skotvopns heimilt að lána það manni til tímabundinna afnota sem leyfi hefur til að nota sams konar skotvopn. Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um slík afnot. Í 35. gr. núgildandi reglugerðar kemur fram hvernig útbúa skuli lánsheimild. Lánsheimild skal vera skrifleg/rafræn og með undirskrift beggja aðila. Í lánsheimild skal greina eftirfarandi:
1. Nafn, kennitölu og heimili lántaka og eiganda skotvopnsins.
2. Númer skotvopnaleyfis eiganda skotvopnsins.
3. Tegund, hlaupvídd, verksmiðjuheiti, módelheiti, eintaksnúmer, lásgerð, hlauplengd, heildarlengd, skotgeymi og skotafjölda viðkomandi skotvopns.
4. Fyrirhugaða notkun skotvopnsins.
5. Útgáfudag og gildistíma lánsheimildar.
Ef skotvopn er lánað um lengri tíma en fjórar vikur skal það tilkynnt lögreglustjóra. Skal í þeirri tilkynningu tilgreina sömu upplýsingar og fram koma að framan. Skal slíkt lán þá skráð í skotvopnaskrá. Er lögreglustjóra heimilt að gefa út nýtt skotvopnaleyfi til eiganda skotvopns og lánþega sem kemur í stað lánsheimildar.
Sé skotvopn afhent til viðgerðar eða sölu skal það gert skriflega með lánsheimild. Viðgerðar- eða söluaðili skal senda lögreglustjóra tilkynningu um móttöku og afhendingu vopna.
Sá sem fær skotvopn að láni ábyrgist vörslu þess meðan skotvopnið er í umsjá hans. Skal hann ávallt bera skriflega lánsheimild samkvæmt ákvæði þessu og sýna hana sé þess óskað.