RÁÐANDI AUGA

Að vita hvort augað er ráðandi er mikilvægt þegar þú ætlar að hitta eitthvað. Ráðandi auga sér beint á skotmarkið en hitt með smá halla.
Afleiðingin er skekkja á dýptarsviði. Skotvopni skal ávalt miða frá þeirri öxl sem ráðandi augað er.

Hvernig ferðu að því að vita þetta?

  1. Gerðu lítinn þríhyrning með höndunum
  2. Réttu hendurnar beint út í átt að skotmarki.
  3. Horfðu í gegn um þríhyrninginn í átt að skotmarkinu
  4. Hafðu bæði augun opin
  5. Færðu nú hendurnar til baka en horfðu alltaf á skotmarkið í gegnum þríhyrninginn
  6. Það auga sem hendurnar færast að er þitt ráðandi auga.