Haglaskot er hægt að fá með mismunandi hleðslum, bæði hvað varðar púðurmagn sem og stærð og fjölda hagla í hverju skoti.
Haglastærðir eru mældar í tommum (hluta úr þeim) eða millimetrum. Á Íslandi hefur tíðkast að notast við bandaríska kvarðann. Sama gildir um flest Norðurlandanna. Í Bretlandi er notast við annað kerfi sem og á Ítalíu. Haglastærðir frá þessum löndum eru frá hálfu til heilu númeri minni en bandarísku stærðirnar.
Það fer eftir þeirri bráð sem þú ert á höttunum eftir hvaða haglastærð þú velur. Meginreglan er að stærri bráð þarf stærri högl. Aðal atriðið er að velja högl sem deyða bráðina örugglega og særð dýr sleppi ekki frá þér. Fyrir einhverjum áratugum skaut engin til dæmis á gæs nema með BB stærð. Í dag er algengt að nota haglastærð 2 fyrir stærri andfugla. Þetta fer líka eftir því færi sem þú ætlar að skjóta á.
Í töflunni hér að ofan má sjá í neðri hluta hennar það sem á ensku er kallað Buckshot. Þetta eru talsvert stærri högl en í hefðbundnda kvarðanum og t.d. er stærðin 0000 nærri sentimeter að þvermáli. Þessi haglastærð er helst notuð á smærri dýr t.d. smærri dádýr, dýr sem ekki er að finna á Íslandi. Þess vegna er ekki algengt að þessar stærði séu notaðar hér.