MEÐFERÐ OG VARSLA SKOTVOPNA OG SKOTFÆRA

 Skotvopni, nauðsynlegum íhlutum og skotfærum sem eru hluti dánarbús samkvæmt lögum um skipti á dánarbúum o. fl., nr. 20/1991, skal ráðstafað án tafar til aðila sem hefur leyfi til að eiga eða versla með slík vopn. Hið sama á við um varanlega óvirk skotvopn og nauðsynlega íhluti sem og eftirlíkingar skotvopna.

•Hafi vopn minja- eða tilfinningagildi má víkja frá skilyrðum 2. gr. en vopnið skal þá gert óvirkt.

UMGENGNI UM SKOTVOPN

Í lögunum eru í sjálfu sér ekki ítarlegar reglur um meðferð vopna enda erfitt að fyrirskrifa alla háttsemi með vopn. Þó eru í lögunum, t.d. í 21. gr., nokkrar einfaldar reglur sem ber að virða algjörlega skilyrðislaust

Sá sem fer með eða notar skotvopn skal ætíð gæta fyllstu varúðar. Í því felst t.d. að beina ekki vopni að öðrum og vera ekki með vopnið hlaðið fyrr en þá á að nota það á lögmætum stað. Óheimilt er að bera skotvopn á almannafæri. Til einföldunar má segja að almannafæri sé alstaðar þar sem fólk kemur saman og á örugglega við um alla staði í þéttbýli. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Mörg slys t.d. orðið þegar menn hafa verið með hlaðið skotvopn í bifreið. Mikilvægt er að ganga ávallt vel úr skugga um það að vopn sé óhlaðið þegar það er sett í ökutæki og eins þegar gengið er frá því heima. Í umbúðum þýðir í raun að vopnin skuli ekki vera sýnileg. Ekki er nauðsynlegt að um sé að ræða sérútbúnar töskur. Við burð og flutning á varanlega óvirkum skotvopnum og eftirlíkingum skotvopna skulu þau einnig vera í umbúðum. Óheimilt er að bera skotvopn, varanlega óvirk skotvopn og eftirlíkingar skotvopna á sér innanklæða.

Algjörlega er bannað að meðhöndla skotvopn undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Meðhöndlun vopna undir áhrifum er gáleysisleg hegðun og sæmir ekki grandvöru fólki. Þegar ástæða er til að ætla að maður hafi brotið framangreind ákvæði getur lögregla fært hann til læknisrannsóknar, þar á meðal blóð- og þvagrannsóknar, og er honum þá skylt að hlíta þeirri meðferð sem heilbrigðisstarfsmaður telur nauðsynlega vegna rannsóknarinnar.

Ekki má hleypa af skoti á vegi, yfir veg, úr ökutæki, á almannafæri eða annars staðar þar sem hætta getur stafað af, nema nauðsyn krefji. Þá má ekki má hleypa af skoti á annars manns landi eða skjóta yfir annars manns land án leyfis landeiganda eða ábúanda nema lög mæli öðruvísi fyrir um.

Í 24. gr. kemur fram að skotfélagi eða öðrum sé óheimilt að efna til skotkeppni eða skotæfinga á öðru svæði en lögreglustjóri hefur leyft að notað verði til slíkrar starfsemi. Af því leiðir að í raun er óheimilt að hleypa af skotvopni, nema þegar verið er að þegar verið er á veiðum, á öðrum svæðum en sérstaklega hafa verið viðurkennd sem slík svæði. 

23. grein laganna
Eigandi eða vörsluaðili skotvopns, nauðsynlegra íhluta, skotfæra, varanlega óvirkra skotvopna eða eftirlíkinga skotvopna skal ábyrgjast vörslu þeirra þannig að óviðkomandi aðili nái ekki til þeirra.

BREYTING – BYSSUSKÁPUR VIÐ FYRSTU BYSSU

Þegar skotvopn, nauðsynlegir íhlutir og/eða skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn og nauðsynlegir íhlutir annars vegar og skotfæri hins vegar geymd í sérútbúnum vopnaskáp sem samþykktur er af lögreglustjóra. Skotvopn í eigu einstaklinga skulu geymd á lögheimili viðkomandi. Séu skotvopn og skotfæri geymd í sama vopnaskáp skulu skotfærin vera í sérstakri læstri hirslu innan hans. Eftirlíkingar skotvopna skal einnig geyma í sérútbúnum vopnaskáp.

 Hver eigandi eða vörsluaðili skotvopns, nauðsynlegs íhlutar eða eftirlíkingar skotvopns skal hafa yfir að ráða sérútbúnum vopnaskáp skv. 2. mgr. sem rúmar þau tæki sem eru í eigu hans eða hann er ábyrgur fyrir.


HÆGT AÐ SAMNÝTA BYSSUSKÁPA Á SAMA LÖGHEIMILI
Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um gerð, útfærslu og frágang skotvopnaskápa. Þá er ráðherra einnig heimilt að setja í reglugerð ákvæði um undanþágu frá því að hver einstaklingur eigi skáp fyrir skotvopn sín, nauðsynlega íhluti, skotfæri og eftirlíkingar skotvopna, t.d. þegar einstaklingar á sama lögheimili eiga þessa hluti og geta deilt skáp. Einnig er heimilt að setja í reglugerð undanþágu frá því að skotvopn skuli geymd á lögheimili einstaklinga.

•Hámarksmagn skotfæra 5000 + undanþága.

16. grein laga

AÐ ERFA