Dreifing haglaskota er mjög mikilvæg því mismunandi er eftir hleðslu og þrengingu hvernig dreifingin er. Þú ættir alltaf að prófa að skjóta á skotmark á svona 25-30 metrum til að fá tilfinningu hvernig byssan þín dreifir úr höglunum. Skjóta á pappakassa eða pappaspjald. Mismunandi gerðir skota geta skapað mismunandi mynstur hagla.
Einhverra hluta vegna hafa sumar skyttur ákveðið að skoða hagladreyf sína á umferðarmerkjum eða öðrum skiltum. Slík framkoma gerir ekkert nema koma óorði á alla þá sem stunda skotveiðar. Miklu hentugra og betra fyrir alla er að nota pappa eða pappír til að skoða þetta.
Og mundu að skjóta aldrei á gæsir eða endur yfir 30 metrum því þá aukast líkurnar á því að særa fuglinn.
Grái punkturinn er bráðin, þú sérð að með meiri fjarlægð þá fækkar höglunum sem hitta og líkurnar á að særa bráðina aukast.