BYSSUHREINSUN

Að hreinsa byssu er fyrsta skref að öruggri meðhöndlun og geymslu.

Við notkun byggjast upp óhreinindi innan í hlaupi, sem ef ekkert er gert við, geta skapað það mikla mótstöðu í hlaupinu að valdi slysi. Þrýstingu við skot er það mikill að minnsta fyrirstaða getur valdið sprengingu í hlaupi eða skotstæði.

Þá safnast sót og óhreinindi og mögulega vatn í skothús, lás og önnur svæði sem geta leitt til skemmda eða leitt til þess að vopnið virki ekki t.d. sjálfvirk vopn skipti sér ekki.
Lærðu að taka byssuna í sundur og raða henni saman en það er nauðsynlegt til að geta þrifið alla hluta hennar vel.

Hafðu það fyrir vana að hreinsa byssu eftir hverja notkun, áður en þú gengur frá henni til geymslu.