EINHLEYPA/TVÍHLEYPA – BREAK OR HINGE ACTION

Þær geta verið með einu eða tveimur hlaupum og henta nýliðum vel.

Tvíhleypan er í raun elsta útgáfa af margskota byssum, í raun tvær byssur felldar saman í eitt vopn. Hvort hlaup hefur svo sjálfstæðan afhleypingarbúnað. Afhleypingarbúnaður skiptist á í einn gikk eða tvo. Einn gikkur hleypir þá af öðru hlaupinu fyrst, svo hinu án þess að skyttan þurfi að færa gikkfingurinn.

Tvíhleypan er annaðhvort með hlaupin samhliða (side by side) eða yfir/undir (over/under). Sjá mynd hér til hliðar.
Skotvopnið er opnað, eða brotið eins og það er kallað, og skothylkjum hlaðið í. Þegar vopninu er lokað spennist lásinn og öryggið fer sjálfkrafa á. Byssan er þá tilbúin til að hleypa af. Skytta þarf þá aðeins að lyfta byssu, taka öryggi af og hleypa af. Skotvopnið er síðan opnað aftur og þá eru sum með sjálfvirkum útkastara en önnur þannig að taka þarf tómu skothylkin úr með fingrum.
Þau henta vel öryggisins vegna því auðvelt er að hafa lásinn opinn og auðvelt að lyfta vopninu til að horfa í gegnum hlaupin og þannig fullvissa sig að alveg öruggt er að engin skotfæri séu í vopninu.

Stutt myndband um virkni tvíhleypu, myndbandið er á ensku.