HAGSMUNASAMTÖK

Skotveiðifélag Íslands
– Hagsmunasamtök skotveiðimanna

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) var stofnað 23. september árið 1978. Aðdragandi stofnunar félagsins var ærin og margir undirbúningsfundir haldnir og flestir í húsnæði Hafró á Skúlagötu, enda voru fiskifræðingar stofnunarinnar helstu hvatamenn stofnun þess og þar var vagga félagsins fyrstu árin.
Menn voru mjög metnaðarfullir í þá daga og hugsað fyrir öllu, en fyrirmynd að lögum félagsins var sótt til nýstofnaðs félags stangaveiðimanna og í smiðju frænda okkar á Norðurlöndum. Strax var farið í það að hanna merki félagsins sem hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Þar er skotmaðurinn sýndur með brugðna byssu til hálfs, standandi í bláu tæru vatni með grænt laufblað sér á hægri hönd. Þetta á að tákna virðingu mannsins fyrir náttúrunni.

Tilgangur félagsins frá upphafi hefur verið að stuðla að sameiningu skotveiðimanna og áhugamanna um skotveiðar og náttúruvernd og standa vörð um hagsmuni þeirra.

  • Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)
    – Regnhlífasamtök skotíþróttafélaga-ekki veiði
  • Skotfélög
    – 22 skotfélög sem sum eru bæði veiði- og íþróttafélög
  •  Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum 
    – Málsvari félagsmanna gagnvart félögum.
  • Félag atvinnuveiðimanna á ref og mink
    – Hagsmunasamtök þeirra sem ráðnir eru til veiða af sveitafélögum.