Eitt slys á veiðum er einu slysi of mikið.
Hér fyrir neðan er upptalning á helstu orsökum veiðislysa.
Þegar þú veiðir með öðrum þá er alltaf hætta á slysaskotum.
Snúðu þér beint fram og settu hendur þínar út í 45 gráður frá líkamanum. Þú finnur rétta stöðu með því að horfa beint fram, setja hendur í axlarhæð til hliðar og færa þær svo hægt fram þar til þú ferð að sjá þær með hliðarsjón þinni. Stoppaðu handahreyfinguna þar. Svæðið sem þú sérð núna fyrir framan þig á milli handleggja er þitt veiðisvæði.
Ef þú ferð með hlaupið úfyrir þetta svæði ertu að skjóta fyrir utan þitt öryggissvæði og veiðifélagar þínir eru í hættu.