Innflutningur og útflutningur og flutningur vopna á milli landa
Enginn má flytja til landsins skotvopn, nauðsynlega íhluti, skotfæri í atvinnuskyni nema með leyfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Leyfi til verslunar með skotvopn, nauðsynlega íhluti, skotfæri felur jafnframt í sér leyfi til innflutnings á þeim vörum. Ekki má flytja úr landi skotvopn, nauðsynlega íhluti, skotfæri nema með leyfi lögreglustjóra, enda liggi fyrir staðfesting frá þar til bærum yfirvöldum um heimild fyrir innflutningi. Ákvæði á aðeins við þegar um varanlegan útflutning er að ræða. Heimilt er að veita einstaklingi leyfi til að flytja inn tvö vopn á ári.
Samkvæmt 28 gr. a og b í reglugerð um skotvopn og skotfæri o.fl. gilda sérstakar reglur um flutning vopna og leyfa á milli Evrópulandanna sem eru í Evrópubandalaginu eða eiga aðild að hinu Evrópska efnahagssvæði. Minnt er á að Bretland er utan þeirra auk þess sem ekki hafa öll Evrópulöndin fullgilt þessar reglur (t.d. Svíþjóð) og því nauðsynlegt að ganga úr skugga um það, áður en ferðast er innan Evrópu, hvort viðkomandi land hafi fullgilt þessar reglur. Eins þurfa aðilar sem hyggjast ferðast með vopnin með þessum hætti að kynna sér reglur þess lands sem ferðast er til vera kann að krafist sé að fyrir liggi heimboð frá aðila þar sem viðkomandi hyggst veiða eða stunda æfingar og þá kann að vera skilyrði um tryggingar og mögulega fleira.
Samkvæmt greinunum getur handhafi skotvopnaleyfis sótt um evrópskt skotvopnaleyfi til lögreglustjóra í hverju umdæmi. Evrópska skotvopnaleyfið gildir í 5 ár hið mesta frá útgáfudegi þó eigi lengur en skotvopnaleyfi umsækjanda. Heimilt er að framlengja gildistíma evrópsks skotvopnaleyfis.
Í evrópskt skotvopnaleyfi skulu skráð þau vopn er handhafi íslensks skotvopnaleyfis tilgreinir vill skrá í það og hyggst ferðast með.
Handhafi evrópsks skotvopnaleyfis, sem gefið er út á Íslandi, getur, án sérstaks leyfis lögreglustjóra, flutt út og síðar inn til landsins aftur, þau vopn er tilgreind eru í leyfinu ef dvölin er ekki lengri en þrír mánuðir.
Útlendur handhafi evrópsks skotvopnaleyfis, sem hyggst stunda veiði eða iðka íþróttaskotfimi hér á landi getur án sérstaks leyfis lögreglustjóra, flutt með sér til landsins þau skotvopn sem leyfið tilgreinir, enda séu þau leyfð hér á landi, handhafi framvísi staðfestingu á tilgangi fararinnar, og dvölinni sé ekki ætlað að vara lengur en þrjá mánuði.
Handhafi evrópsks skotvopnaleyfis getur flutt inn og út með sér skotfæri í hæfilegu magni með þeim skotvopnum sem hann flytur með sér.
Útlendur handhafi evrópsks skotvopnaleyfis skal ávallt bera það á sér við notkun þar tilgreindra skotvopna. Jafnframt skal hann framvísa vopnum og skotvopnaleyfinu hvenær sem þess er krafist af lögreglu, tollayfirvöldum eða öðrum þeim sem hafa eftirlit með skotvopnum eða veiði, s.s. veiðistjóra. Þá er viðkomandi jafnframt skylt að framvísa samtímis öðrum viðurkenndum persónuskilríkjum, s.s. vegabréfi.
Að öðru leiti en að framan greinir þarf að sækja um leyfi til að ferðast með vopn til lögreglustjóra skv. 48. gr. núgildandi reglugerðar og eins að sækja um leyfi í því landi sem ætlunin er að ferðast til. Nauðsynlegt er einnig að kynna sér hvort flugfélag eða skipafélag sem ætlunin er að ferðast með leyfi flutning vopna og skotfæra.
Samkvæmt 46. gr. núgildandi reglugerðar er heimilt er að veita einstaklingum búsettum erlendis, sem dveljast hér á landi allt að þremur mánuðum, leyfi til að flytja til landsins skotvopn til eigin nota með tilteknum skilyrðum sem talin eru upp í greininni.
5. grein laganna
Enginn má flytja til landsins skotvopn, nauðsynlega íhluti, skotfæri eða sprengiefni í atvinnuskyni nema með leyfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Leyfi til verslunar með skotvopn, nauðsynlega íhluti, skotfæri eða sprengiefni skv. 7. gr. felur jafnframt í sér leyfi til innflutnings á þeim vörum. Áður en leyfi er veitt til innflutnings skotvopna eða nauðsynlegra íhluta skal leita umsagnar
Lögreglustjóra er heimilt að veita þeim sem hafa skotvopnaleyfi leyfi til innflutnings skotvopna, nauðsynlegra íhluta og skotfæra til eigin nota samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur í reglugerð.
Óheimilt er að flytja til landsins eða framleiða skotvopn nema þau séu merkt skýrum, varanlegum og einstökum merkingum. Hið sama á við um innflutning og framleiðslu á nauðsynlegum íhlutum skotvopna. Sé nauðsynlegur íhlutur of smár til að merkja hann í samræmi við þetta skal hann a.m.k. merktur raðnúmeri, stafakóða eða stafrænum kóða. Þá skal hver grunnpakkning fullbúinna skotfæra einnig merkt.
Óheimilt er að flytja inn eða framleiða:
a. sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu,
b. sjálfvirkan eða hálfsjálfvirkan riffil,
c. sjálfvirka haglabyssu,
d. hálfsjálfvirka eða handhlaðna fjölskota haglabyssu með skothylkjahólfum sem tekur fleiri en tvö skothylki nema henni hafi verið breytt til samræmis við þennan áskilnað.
Þrátt fyrir a- og b-lið getur lögreglustjóri heimilað að flytja inn hálfsjálfvirkar skammbyssur og hálfsjálfvirka riffla, séu vopnin sérhönnuð og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar. Þá er heimilt með leyfi lögreglustjóra að framleiða vopn samkvæmt þessari málsgrein til útflutnings.
Innflutningur og framleiðsla á eftirlíkingum vopna er bannaður, enda sé ástæða til að ætla að erfitt sé að greina þær frá fyrirmyndinni. Þegar um notkun í samræmi við 2. mgr. 14. gr. ræðir getur lögreglustjóri heimilað innflutning eða framleiðslu eftirlíkinga.
Óheimilt er að flytja til landsins, framleiða eða eiga sérstaklega hættulegar tegundir vopna, eða hluta þeirra, sem eingöngu eru ætluð til nota í hernaði, svo og slík skotfæri, skotelda og sprengiefni.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd innflutnings samkvæmt þessari grein, m.a. um staðfestingu lögreglustjóra á vörureikningum áður en tollafgreiðsla fer fram, um innflutning þeirra efna og tækja sem greind eru í 3.–6. mgr. og eftirlíkinga þeirra. Í reglugerðinni er einnig heimilt að ákveða nánar hvaða efni og tæki megi flytja til landsins og um prófun þeirra, merkingar og gæðaeftirlit.
[5. gr. a.
Enginn má flytja úr landi skotvopn, nauðsynlega íhluti, skotfæri eða sprengiefni nema með leyfi lögreglustjóra, enda liggi fyrir staðfesting frá þar til bærum yfirvöldum um heimild fyrir innflutningi. Ákvæði þetta á aðeins við þegar um varanlegan útflutning er að ræða.