ÖRYGGI Á VEIÐISLÓÐ II

Hvernig á að bera byssu á veiðum?

HALDA MEÐ BÁÐUM HÖNDUM –
Besta og öruggasta leiðin er að bera byssuna með báðum höndum. Þú hefur fulla stjórn á hlaupinu og beinir því í örugga átt. Heldur um skeftið með annari og lætur hlaupið hvíla á hinum framhandleggnum. Ef bráð kemur skyndilega ertu örskamma stund að ná miði með þessari aðferð.

Á ÖXLINNI –
Hentugt þegar þú ert með einhleypu eða tvíhleypu, byssan er alveg opin og örugg. Ef byssan er lokuð og hlaðin vertu þá alveg viss um að enginn sé fyrir aftan þig.

MEÐ EINNI HENDI –
Ef engin er fyrir framan þig getur þú haldið svona á byssu. Óhentugt því þú hefur ekki mikla stjórn á hlaupinu og alltaf hætta á að reka hlaupið oafn í jörðina og fá aðskotahluti inn í hlaupið.

VÖGGUGRIP –
Mjög þægileg staða, ef annar veiðimaður er við hlið þér þá skal hlaupið beinast frá honum að sjálfsögðu.

BYSSUÓL –
Mjög gott að nota byssuólina þegar þú ert að ganga á veiðislóð og veiði ekki byrjuð. Haltu með annari hendinni um ólina fyrir meira öryggi. Stundum koma upp þær aðstæður að við viljum setja ólina yfir höfuð á andstæða öxl og hún liggur þá skáhallt yfir brjóstkassa. Athugaðu að þá beinir þú hlaupina skáhallt til hliðar við þig og þínar hreyfingar, t.d. þegar klöngrast er yfir hindranir, geta beint hlaupinu að veiðifélaga.

OLNBOGI –
Góð staða þegar þú ert í hvíld með einhleypu eða tvíhleypu. Lásinn er opinn og mikið öryggi.