ERTU MEÐ ÖRYGGIÐ Á ?

Við umgöngumst byssu alltaf á þann hátt að við gerum ráð fyrir að hún sé hlaðin og tilbúin til skots.

Ekkert öryggi á byssum er alveg öruggt. Við eigum aldrei að láta reyna á það við meðhöndlun með því að taka í gikkinn nema hlaupi sé beint í örugga átt. Öryggi á byssu kemur ekki í stað þess að meðhöndla hana á öruggan hátt.

Allar byssur eru búnar öryggi, nokkurs konar lás sem kemur í veg fyrir að byssa hleypi af, þó tekið sé í gikk. Algengast er að öryggi á byssum sé af tvenns konar gerð.

  • Hamar öryggi
  • Gikk öryggi

Hamaröryggi, líkt og er að finna á ein-og tvíhleyptum haglabyssum, hindrar hamar byssunnar til að smella fram á á hvellhettu skotsins. Hnappurinn er ofan á gripi byssunnar. Hnappnum er rennt upp eða niður og rauður punktur kemur í ljós þegar öryggið er ekki á.

Gikk öryggi lokar fyrir hreyfingu á gikk þannig að hann gengur ekki til baka og þar með hleypir ekki hamri eða skotpinna til að smella á hvellhettu skotsins. Hnappurinn er yfirleitt í gikkbjörginni, fyrir aftan gikkinn sjálfan. Hann gengur til hliðar og sýnir rauðan lit þegar öryggi er ekki á.

Við veiðar erum við að meðhöndla hlaðna byssu. Mikilvægt er að vera meðvitaður um hvort öryggi byssunnar sé á eða ekki.

Tvíhleypur setja yfirleitt öryggið á þegar lás hefur verið lokað. Það sama gildir ekki um pumpu haglabyssur eða sjálfhlæður.

Rifflalásar geta verið af ýmsum gerðum og allur gangur á hvort öryggi fari sjálfkrafa á.

Temdu þér að gæta að því hvort öryggið er ekki á, eftir að þú hefur hlaðið byssuna. Það verður með æfingu og tíma þér eðlislægt að smella öryggi af þegar þú ert í færi við bráð og vilt hleypa af.

Það ætti einnig að verða þér eðlislægt að setja öryggi á eftir skot.