Vertu velkomin á skotvopnanámskeið SKOTVÍS. Enn sem komið er hefur SKOTVÍS ekki samning við Ríkislögreglustjóra um skotvopnanámskeið, og því kemur þetta námskeið ekki í stað námskeiðs Umhverfisstofnunar.
SKOTVÍS mun samt halda áfram þeirri vinnu að byggja þetta námskeið upp hér í Skotveiðiskólanum. Þú getur litið á það sem góðan undirbúning fyrir hið opinbera skotvopnanámskeið, eða bara upprifjun, sem öllum er hollt.